Skilmálar

Vinsamlega lestu skilmálana áður en þú notar þessa vefsíðu.

Þegar þú leggur inn pöntun hjá Partex þá samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

Verslun á vef þessum fer að öllu eftir íslenskum verslunarlögum, bæði hvað varðar skilarétt, ábyrgð og önnur réttindi seljanda og kaupanda.

Partex áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á ákveðnar vörutegundir fyrirvaralaust.

Verð og verðbreytingar: Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum og með inniföldum 24% vsk. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur Partex sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar.  Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.

Greiðslufyrirkomulag: Þegar þú gengur frá pöntun getur þú valið um að greiða með öllum helstu debet og kreditkortum, millifærslu eða fengið kröfu senda í heimabanka. Reikningur verður sendur á netfang viðskiptavinar og/eða við afhendingu vöru.

PEI REIKINGUR
Reikningur er sendur með greiðsluseðil í heimabanka. Viðskiptavinur greiðir innan 30 daga og engar vextir leggjast inn. 
Tilkynningar- og greiðslugjald 290 kr.

Viðskiptavinur getur skipt greiðslu í allt að 36 mánuði.
Nauðsynlegt er að vera með aðgang hjá Pei – Sjá heimasíðu Pei – https://pei.is/ 

Afhending vöru og sendingarkostnaður: Afhendingar tími vöru er einn virki dagur, nema um annað sé að ræða samkvæmt fyrirkomulags viðskiptavinarins. Við sendum keyptar vörur hvert á land sem er eftir pöntun viðskiptavinarins. Pantanir eftir klukkan 13:00 eru afgreiddar næsta virka dag ef um sendingu gegnum Samskip er að ræða. Þegar varan hefur verið póstlag af Partex ber Samskip um ábyrgð að afhenda vöruna viðskiptavini. Um afhendingartíma Samskips má sjá á síðunni https://www.samskip.is/innanlands/aaetlanir-og-afgreidslustadir/aaetlanir-bila-og-afgreidslustadir-innanlands/. Sendingar kostnaðurinn greiðist af kaupanda. Sendingarkostnaður kaupanda er samkvæmt gjaldskrá sendingaraðila. Af öllum pöntunum dreift af flutningsaðila gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningskilmálar viðkomandi flutningafyrirtækis um afhendingu vörunnar. Partex ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Partex til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Að skipta og skila vöru: Skilaréttur á lagervörum er 14 dagar. Skilafrestur gildir frá þeim degi sem vara er sótt/send frá okkur og þar til varan er afhent okkur/póstlögð til okkar aftur. Sé vara ekki til á lager og hún pöntuð frá erlendum byrgja fyrir viðskiptavin gildir 14 daga skilrétturinn ekki. Gefi viðskiptavinur upp rangar upplýsingar sem verða til þess að hann fær afhenta ranga vöru er það á ábyrgð viðskiptavinar. Partex mun engu að síður leytast við að aðstoða viðskiptavin við að fá vörunni skipt. Fái viðskiptavinur afgreidda vitlausa vöru sem ekki er í samræmi við pöntun hans verður varan endursend til byrgja og rétt vara afhent viðskiptavini eins fljótt og auðið er. Sé vara ekki til hjá byrgja fær viðskiptavinur fulla endurgreiðslu.

Gölluð vara: Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem til kemur. Kjósi viðskiptavinur heldur að fá endurgreitt er það einnig hægt.

Trúnaður: Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki veittar þriðja aðila. Tölvupóstur og viðhengi hans sem starfsfólk Partex sendir gætu innihaldið trúnarðarupplýsingar eingöngu ætlaðar þeim sem hann er stílaður á. Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án heimildar tekur við tölvupóstinum, skal fara eftir 2.mgr.44.gr.laga.nr.107/1999 um fjarskipti og gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna sendanda samstundis að upplýsingar hafi ranglega borist sér.

Breytingar á skilmálum: Partex áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er.

Pólgata 5, Ísafjörður, kt: 620920-3120, vsk nr: 13898.