Spurt og Svarað

 

1. Ég ætla að kaupa vöru/vörur, hvernig er ferlið hjá ykkur? 

Þú getur pantað vöru/vörur á heimasíðunni okkar og við sendum eða hringjum tilbaka til þín til að staðfesta pöntunina, mundu það að á okkar heimasíðunni getur þú fundið bara brot af því vöruúrvali sem við bjóðum upp á, en það er fyrsta leiðin. Önnur leiðin er að þú sendir okkur upplýsinga beint á okkar tölvupóst partex@smart.is um það sem þú ert að leita að og við sendum þér verðhugmyndina okkar. 

2. Hvað er innifalið í verðinu? 

Innifalið í verðinu er flutningskostnaður erlendis, geymsla í vöruhúsi okkar, tæming á gámi, umsýslugjöld, tollmeðferðargjöld, tryggingar og virðisaukaskattur. 

3. Hvaða vörur get ég keypt frá okkur? 

Við bjóðum upp á byggingavörur, húsgögn, heimilistæki, landbúnaðarvörur, kerrur, skrautmunir, raftæki, varahlutir, gólfefni, smávélar, dekk og mikið fleira, alltaf er hægt að sérpanta vörur frá okkur af ýmsum toga.

4. Get ég fengið Pólskan virðisaukaskatt endurgreiðan?  

Því miður ekki, vegna þess að Pólskur virðisaukaskattur er ekki inni í verðinu,  skatturinn getur ekki verið fluttur á milli landanna.

5. Er varan mín tryggð? 

Já, hún er alltaf tryggð.

6. Fæ ég ábyrgð með vöruni? 

Já, þú fær neytendaábyrgð á öllum okkar vörum sem þú kaupir. Þú getur séð þetta nánar í okkar skilmálum. 

7. Hvað er langur biðtími eftir gámum? 

Biðtíminn er 5 - 7 vikur.